Keyrum yfir Ísland
Quelle: Spotify
Förum út í sveit
Tökum bensín inn á stöð
Kaupum þykkmjólk bjór og snúða.
Þú mátt koma með
Það er pláss í bílnum fyrir einn
En við viljum enga lúða.
Við ætlum að keyra yfir Ísland
Sjá alla firði, fjöll og tanga.
Þarna er skólahús
Þar lásu börn um danskan kóng
En núna sést þar varla sála.
Stoppum inn við fljót
Hendum línum oní vatn
Veiðum bleikju, lax og ála.
Við ætlum að keyra yfir Ísland
Sjá alla firði, fjöll og tanga.
Við túnfót inn við fell
Við reisum tjöld og grillum fisk
Sötrum dósir söngbrjóst þenjum.
Einn er orðinn hress
Er ber að neðan upp á hól
Stendur þar og sveiflar keðju.
Við ætlum að keyra yfir Ísland
Sjá alla firði, fjöll og tanga.
Það er júnínótt
En enginn okkar sefur rótt
Því það er alltof gaman – alltof mikið grín.
Ég vil aldrei snúa við
Þar er ekkert fyrir mig
Klífum hæstu fjöll og tinda.
Þú finnur mig hér uppfrá
Því ég lifi nú hér uppfrá
Í sátt við veður öll og vinda.
Ég er búinn að keyra yfir Ísland
Sjá alla firði fjöll og tanga-
Aaaaaa
Aaaaaa
Zeige deinen Freunden, dass dir Keyrum yfir Ísland von Sprengjuhöllin gefällt:
Kommentare