Hetjan á Fjallinu
Quelle: Spotify
Hugrekkið glampaði í augum hans
og hendurnar hættu að skjálfa.
Hátt settu marki skyldi hann ná
hæðina skyldi hann loks sigra.
Leiðina þekkti sem lófa sinn
og lengdina vissi upp á hár.
Ferðin auðveld var ásýndar
en erfiðust hugsunin sjálf.
Á fjallinu miðju hann hjartað fann
fastar slá en fyrr.
Í eitt augnablik hann aftur leit
þá angistin hetjuna greip.
Vindbarinn tróndi toppnum á
tárvotur brosti breitt.
Í dag hafði hann sigrað sjálfan sig
sína þyngstu þraut hafði leyst.
Zeige deinen Freunden, dass dir Hetjan á Fjallinu von Rökkurró gefällt:
Kommentare