Stingum Af Songtext - Mugison

Stingum Af - Mugison

Það er andvöku bjart
himinn - kvöldsólarskart,
finnum læk, litla laut,
tínum grös, sjóðum graut
finnum læk, litla laut,
tínum grös, sjóðum graut

Finnum göldróttan hval
og fyndinn sel í smá dal
lækjarnið, lítinn foss,
skeinusár, mömmukoss
lækjarnið, lítinn foss,
skeinusár, mömmukoss

Stingum af -
í spegilsléttan fjörð
stingum af -
smá fjölskylduhjörð
senn fjúka barnaár
upp í vind, út á sjó
verðmæt gleðitár,
- elliró, elliró

Hoppum út í bláinn,
kveðjum stress og skjáinn,
syngjum lag, spilum spil,
þá er gott að vera til
syngjum lag, spilum spil,
þá er gott að vera til

Tínum skeljar, fjallagrös,
látum pabba blása úr nös,
við grjótahól í feluleik,
á hleðslu lambasteik,
við grjótahól í feluleik,
á hleðslu lambasteik,

Stingum af
í spegilsléttan fjörð
stingum af -
smá fjölskylduhjörð
senn fjúka barnaár
upp í vind, út á sjó
verðmæt gleðitár,
- elliró, E elliró


Video: Stingum Af von Mugison

Teilen

Zeige deinen Freunden, dass dir Stingum Af von Mugison gefällt:

Kommentare