Fjólublátt flauel
Quelle: Spotify
Það var einn morgun snemma sumars þegar sólin kíkti inn
ég sat við gluggann með kaffið, var að horfa á himininn.
Geislarnir tipluðu inn á hvítum fótum og földu brosin sín
og fundu þig undir sænginni mjúku og opnuðu augu þín.
Og það er gott að elska
og það er gott að elska
og það er gott að elska
konu eins og þig.
Þú býður mér blíðlega góðan dag og drekkur þitt kínverska te
dimmblá fegurð augna þinna er það eina sem ég sé.
Það er ljúft að horfa á þig og finna friðinn sem leggur frá þér
þú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér.
Og nú er ég orðinn faðir og finn hversu ljúft það er
að fá furðu smáar hendur að morgni dags um háls á mér.
Og gagnvart konu eins og þér er ástin mitt eina svar
og ef það er líf eftir þetta líf þá mun ég elska þig líka þar.
Zeige deinen Freunden, dass dir Fjólublátt flauel von Bubbi Morthens gefällt:
Kommentare